Einar Kári er ansi mannalegur
orðinn. Hann er svo fullorðinslegur í tali og speglar svo mömmu sína að manni bara blöskrar á köflum *roðn* En samtöl eins og þessi hafa heyrst;
Einar við mömmu; sko ef þú ert ekki almennileg við Guðna þá nenni ég bara ekki að vera hérna í danmörku með þér !!!
Einar við pabba; heyrðu ef þú leyfir mér ekki að borða þessa appelsínu í friði þá nenni ég bara ekki að borða appelsínu með þér !
Tekið skal fram að ég er allaf almennileg við Guðna, hann er bara svo ansi þrjóskur og þver stundum að ég skil bara ekkert hvaðan hann hefur það *dæs*.
Við erum hress og kát að vanda. Gummi er í ljósaupphengingum og svo er það sturtuhengið. Ég bara skil ekki hvað þetta ætlar að taka langan tíma allt.
Bless í bili.
laugardagur, febrúar 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli