þriðjudagur, mars 23, 2004

Töfratuskan mín
fína bleika er týnd. Ég auglýsi hér með eftir henni, hún er bleik svona gróf og ægilega sniðug. Hitt heimilisfólkið er þó ekki undir grun þar sem ég veit að þeir myndu aldrei snerta tuskur. Það veit ég af eigin reyslu. Þannig að það er helst að lítil mús sem hefur verið hjá Maríu og Pálmari hafi verið að verki. En lesendur góðir ef þið rekist á tuskuna góðu, vinsamlegast komið henni til skila sem fyrst. Hennar er sárt saknað hér er allt í ryk og drullu.

Engin ummæli: