föstudagur, mars 12, 2004

Blogglæknirinn
hann Grétar maðurinn hennar Karenar lagaði þetta allt fyrir mig.......og gott betur. Takk fyrir kærlega, ég er bara klökk. Annars er ég líka með harðsperrur í maganum ég hló svo mikið, hver segir að html geti ekki verið fyndið ? Ég bara spyr ? En svo dreymdi mig tags og allskonar rugl í nótt -ólíkt öðrum nóttum þar sem draumarnir eru fullkomlegar rökréttir- þetta var eins og ég hefði verið að læra fyrir próf seint um kvöld og þá dreymir mig alltaf lesefnið.
Niðurstaða; aldrei að læra eftir kl 20 það veldur martröðum.
En annars er spenna hérna á heimilinu mamma er að koma í heimsókn annað kvöld og við hlökkum svo til, það er svo gaman að fá heimsóknir að heiman. Það verður líka gaman fyrir strákana að fá einhvern að heiman.

En hvernig finnst ykkur nýja útlitið á síðunni okkar ? Er þetta ekki glimrandi fínt. Og svo er komið svona ægilega fínt trall. En trall er svona þar sem maður skrifar kveðjur og þakkar fyrir sig. Sniðugt.

Engin ummæli: