sunnudagur, mars 21, 2004

Fín helgi
þessi sem liðin er. Búin að gera alveg fullt. G. Massi og frú komu í mat á laugardagskvöldið. Það voru svínalundir ala Gummitota. Ekki ónýtt. Svo prófuðum við nýja sundlaug í dag í Hinnerup sem er bær hérna rétt hjá, svona Mosfellsbær. Sundlaugin er æðisleg, rennibraut, heit barnalaug og alles. Auðvitað ekki hálft á við íslenskar sundlaugar, en hey maður getur ekki fengið allt ! Það er það sem ég sakna mest -fyrir utan kea vanilluskyrs- eru sundlaugarnar. En ódýri bjórinn bætir það fljótt upp. Þannig að í hvert skipti sem ég verð eitthvað leið yfir því að geta ekki farið í Árbæjarlaugina þá fæ ég mér bara bjór. Þannig að ég er hálf full alla daga eeeeeeeeeeen með góða afsökun. Þetta er jú allt bara af hreinum söknuði. !
Við bökuðum síðan svona 80 pönnukökur sem við fórum með til Einars Baldvins og Co. Með smá stoppi til námshestanna hérna í næstu götu.

Góð helgi og enn skemmtilegri vika með fullt af spennandi fréttum. Einar að fara í heimsókn í leikskólann og ......... æi ég má víst ekki segja það. En það verða vonandi ótrúlega spennandi fréttir bráðlega.

Nei ég er ekki ólétt !

Engin ummæli: