Guðni gleðipinni
er orðin hrokur alls fagnaðar í leikskólanum. Hann er bara alveg að jafna sig á þessu og er búin að eignast lítin vin. Vinur hans heitir Friðrik og er kolsvartur. Þeir félagarnir eru mikið í því að hlaupa saman og sprella. Friðrik er farin að tala alveg heilmikið, hann segir alltaf þegar ég kem ; Gudni din mor er her ! Eins á Gunðni það til að safna krökkunum í kringum sig og lesa fyrir þau. Skipar krökkunum að lesa og svo situr hann mjög hátiðlegur og "les" fyrir börnin. Mjög gaman.
En við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl, rauðan Renault 1994 á 28 þús dkr. Hann er reyndar bara þriggja dyra en hann er svo fínn að það er ekkert til að kvarta yfir. Og svo fer bara Opelinn heim við fyrsta tækifæri. Ég vona að hann seljist fljótt. Ég set inn myndir af Rauðu eldingunni við fyrsta tækifæri, en minni á að það eru komnar nýjar myndir í albúmið á barnalandi.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli