þriðjudagur, mars 16, 2004

Skvísurnar komu í lunch
í dag og það var mikið hlegið að vanda. En það kom upp í umræðunum hjá okkur að það væri gaman að skreppa á Norah Jones tónleika sem eru í köben 22.júní. En því miður vorum við of seinar og það er uppselt. *snökt* En við förum kannski seinna á eitthvað annað geim.
Einar Kári er svo góður strákur, við erum búin að vera með svona viðurkenningarkerfi í gangi. Hann fær einn límmiða fyrir hverja nótt sem hann sefur í sínu rúmi. Eftir fimm límmiða fær hann að velja sér gjöf. Svo fórum við um daginn að kaupa fyrir hann gjöf og þá sá hann lítið tvíhjól, svona eins og fyrir Guðna. Hann varð svona ægilega hrifinn af því og hætti ekki að tala um það. Við skildum nú ekki alveg afhverju hann vildi nýtt hjól, nýbúin að fá þetta fína hjól. En hann hætti ekki, var alveg harður á því að hann vildi fá svona hjól eftir fimm nætur. Við fórum að spurja hann út í hvað hann ætlaði að gera við 2 hjól. Sko þá var málið að hann ætlaði að leggja það á sig að sofa fimm nætur í sínu rúmi svo að Guðni fengi líka tvíhjól. Dúllan. Oh við bráðnuðum. En við eyddum nú samt þessari hjólaumræðu, Guðni er svo mikill brjálaðingur að hann ræður engan vegin við tvíhjól ennþá.

Engin ummæli: