Það er sól og blíða
og það er spáð 15 ° hita í dag. Ekki slæmt það. Við Einar ætlum að drífa okkur út að hjóla og þrífa svo bíllinn.
En ég gleymdi að segja frá aðalgræðinu sem við fengum frá mömmu. Við fengum páskaegg. 4 egg frá Nóa Siríus, þau komu meira að segja óbrotin. Geri aðrir betur ! Eftir allt þetta ferðalega Köben-Gautaborg-Köben -Århús. En mamma kom líka með Lýsi það var nú mikil gleði og Guðni labbar á eftir mér þegar ég er með lýsisflöskuna og segir meja meja. -sem þýðir sko meira meira- En hann er alveg að verða sáttari og sáttari að fara á leikskólann. Það eru búnir að vera nokkrir dagar þar sem hann hefur verið allt annað en sáttur við að fara í leikskólann. En hann hefur verið svona 5 mín að jafna sig eftir að ég er farin. Ekki mikil sorg bara svona aðeins að árétta þetta með að hann vildi kannski bara frekar vera heima og horfa á góða ræmu, éta kex og drekka djús. En það er aðal afþreyingin hérna !
miðvikudagur, mars 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli