föstudagur, mars 26, 2004

Læknisheimsóknin
Var í gær. Það gekk svolítið ílla að finna læknastofuna en það tókst að lokum. Á móti okkur tók maður svona milli 40 og 50. Örugglega ægilega fínn. Eftir að hafa stamað veikindasögu Guðna upp fyrir honum þá hlustaði hann peyjann og skrifaði lyfseðil upp á asthma lyfs mixturu. Sagðist vera algjörlega á móti pensillini en mixturan myndi hjálpa honum að hósta og þar með losa sig við sýkinguna. Eini gallinn við svona Asthma mixturur er að það eru svo miklar aukaverkanir, handskjálfti, hraður hjartsláttur og ruglingur á svefninum -einmitt það sem við þurftum á að halda- Ég verð nú alveg að viðurkenna að ég verð að bæta Björgvini heimilislækni á Íslandi á lista yfir þess sem ég sakna. En svona er þetta nú bara og ég held að ég verði bara að læra að lifa með því að hafa annan heimilslækni, mér skilst að fólk lifi þetta nú alveg af. En það er svo hinsvegar önnur saga hvernig !
Ég fer svo út í apotek að sækja lyfið borga litlar 30 dkr fyrir það -sem er djók, svona lyf með heimsókn hefðu aldrei orðið undir 3000 íkr- og svo byrjaði ofbeldið sem fellst í því að við þurfum að halda Guðna -fast- til þess að geta troðið ofan í hann lyfinu. Það er ekki það skemmtilegasta sem við hjónin gerum, Guðni verður svo öfga sár út í okkur og ofbeldið -skiljanlega- En þetta hófst að lokum við mikinn harm.
Í morgun fékk svo Gummi það silldar ráð -ég er gift snilla- að setja bara mixturuna í bikar og leyfa Guðna sjálfum að drekka hana, viti menn það gekk svona glimrandi og hann skellti þessu í sig eins og þetta væri eitt staup af súkkulaði ! Góður.
Þannig að núna erum við á leiðinni á leikskólann og Einar ætlar líka að prófa sinn leikskóla í dag. Þannig að það er komið fullt prógramm fyrir daginn.
Bið að heilsa og góða helgi.

Engin ummæli: