BRJÁLAÐ AÐ GERA !
Þetta búið að vera algjör klikkun. Það er svo brjálað að gera.
Aðlögunin hjá Guðna gengur mjög vel, hann virðist þrífast mjög vel á leikskólanum og vera ánægður. Hann varð reyndar veikur á miðvikudaginn -en bara í einn dag- en það virðist ekki hafa komið að sök í þessu aðlögunarferli. Hann var í hádegismat í fyrsta sinn í dag og hann borðaði nú ekki mikið. Þetta leist honum ekki á ; síld, hrogn og rúgbrauð. Bjakk, frekar vill hann danskar pulsur. En þessu verður hann nú að venjast.
Við Einar Kári erum heima á meðan, og það er sko nóg að gera hjá okkur. Við höfum verið að erindsrekast í búðum og annað slíkt. Hann er líka að læra að hjóla og það er sko ótrúlegt mál að kenna honum að bremsa. Hann fer á blússandi fart niður brekkur og hendir sér svo af hjólinu þegar ég vil að hann stoppi. Aðeins of mikill áhættubransi fyrir mig. Þannig að ég hleyp gargandi á eftir honum ; Einar, Einar stigðu á bremsuna, stigðu á bremsuna. Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur. Ótrúlega gefandi og skemmtilegt.
Af okkur hjónunum er allt það besta að frétta, alltaf nóg að gera. Vorum að kaupa hillur inn í geymslu. Svona stál ægilega fínar og svo var fjárfest í svefnsófa til þess að hafa inni hjá stráknum. Vonandi fáum við Gummi þá að hafa hjónarúmið ein. *jea rigth* Allir hressir og kátir. Gaman að sjá hvað það eru margir búnir að kvitta í gestabókina á barnalandi *enn og aftur jea rigth* en ég var að setja inn "nýjar" myndir. Smá Tóta tossi í gangi. Þetta reddast.
Góða helgi.
föstudagur, mars 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli