föstudagur, júlí 04, 2003

17°c hiti í kaupmannahöfn og 10 dagar í brottför.
Og við hlökkum hrikalega til að fara til útlanda. En þangað til er margt að gerast. Mamma Einar og Guðni eru komin í sumarfrí, en Pabbi skilar Dr. ritgerðinni sinni á mánudaginn. Greyið Pabbi þarf að vera að vinna alla helgina. En svona er þetta.
Á mánudaginn förum við svo upp í sumarbústað með Kristínu Sif og Söru Líf. Þær eru í heimsókn á landinu, en þær búa í Ástralíu sem er alveg hinu megin á hnettinum. Við hlökkum til að fara með þeim í bústaðinn. Þar er heiturpottur og svona. Umm. Segjum frá ferðinni og helginni seinna.
Bæjó spæjó.

Engin ummæli: