Helgin.......
.....var frábær. Við strákarnir fórum upp í sumarbústað með ömmu og afa. Úff hvað það var gaman. Júlía Kristín og Ninja voru líka með. Mamma keyrði okkur á föstudaginn og við vorum ekkert smá hressir þegar við komum uppeftir. Höfðum sofnað í bílnum og svona. Fórum á róló og kíktum á svæðið. Þegar Mamma kvaddi okkur misskildi Einar Kári aðeins og hélt að hann væri að fara líka. Hann hljóp inn í bústað ;"ég ekki fara heim úr bústað, ég vera í sumarbústað með ömmu og afa." Hann náttl bræddi alveg ömmu og afa. ohhhhhhh. Guðni var aðeins ósáttur en hann jafnaði sig fljótt. Annars var prógrammið mest þannig að það var mikið borðað, farið á róló, hlaupið og leikið sér. Afskaplega skemmtilegt. ! Á sunnudaginn komu síðan Mamma og Pabbi að sækja peyjana. Þeir ( og þau ) urðu nú pínu fegin að hittast, enda í fyrsta sinn í 3jú ár rúmlega sem Mamma og Pabbi eru barnlaus.
En hjónin höfðu það nú líka ansi huggulegt, fóru ekkert út á laugardeginum fyrr en þau fóru út að borða með Stellu og Steina. Það var meira að segja svo mikið fjör að þau kíktu á lífið. Alveg hreint ótrúlegt. ! Á sunnudeginum áður en þau sóttu drengina þá fóru þau í bröns niður í grasagarð.......... ummm mælum með því.
En núna eru 2 vikur í að við förum út. Vííí hvað við hlökkum til................
sunnudagur, júní 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli