föstudagur, júlí 11, 2003

Það er ýmislegt gert sér til dundurs........
......þegar fjölskyldan er í sumarfríi. Þegar fólk er í sumarfríi eru allir dagar eins og laugadagar. Frekar fínt. Það sem við höfum aðallega verið að bralla er t.d ;
Fara í klippingu. Bæði Pabbi og Einsi fóru í klippingu. Pabbi til Óla Bogga eins og venjulega, en Einsi fór með Mömmu á klipparastofuna á Hótel Loftleiðum. Hann hefur ekki farið í klippingu síðan hann var um 1 1/2 árs. En þá var hann svo hræddur að það hálfa hefði verið nóg. 1 og 1/2 ári seinna var ákveðið að endurtaka leikinn. Sko hann hefur auðvitað verið klipptur, en það hefur bara meira verið svona "heimklippingar" með rakvél. Hann hefur ekki verið hrifinn af því !!!!!!!! Hann var heldur ekki hrifinn af því að fara í klippingu til útlærðrar klipparadömu. Hann skalf og hrisstist allur af skelfingu. Greyið litla. Hann fór meira að segja að gráta. Elsku karlinn. En hann er mjög hrifinn af nýju klippingunni og segir mikið og oft ; "ég er með svo fínt hár " En hann fékk mikið nammi þannig að þetta jafnaði sig fjótt.
Mamma er búin að vera að þrífa og gera fínt fyrir danina sem er að koma. Við erum búin að fara og sækja fullt af bæklingum handa þeim. Þau eiga nú ekki að þurfa vera aðgerðarlaus á meðan íslandsdvöl þeirra stendur.
Við fórum í mat til ömmu og afa í kvöld. Það var sssssssvvvvvvvvoooooooo gaman. Kisan er í miklu uppáhaldi hjá okkur, en við ekki í jafn miklu uppáhaldi hjá honum. Skrítið!




Engin ummæli: