19c° hiti og sól..........
.........í köbenhavn og við hlökkum hrikalega til að fara. Það er allt að gerast og við erum á fullu í undirbúningnum. Þ.a.s foreldrarnir. Það er verið að þrífa geymslur, eldhúsinnréttinguna, henda drasli og snurfusa. Það verður allt að vera fínt fyrir danina okkar sem koma og gista hérna.
Sumarbústaðaferðin var algjör snilld. Þetta er sko paradís fyrir svona unga. Guðni hann var í essinu sínu, að röllta um án þess að hafa alltaf einhvern fullorðin á eftir sér er auðvita toppurinn á tilverunni þegar maður er 1 1/2 árs gamall. En það er nýbúið að gera bústaðinn fínann. Þannig að það var æðislegt ! Borðuðum góðann mat. Gaman gaman..........
miðvikudagur, júlí 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli