miðvikudagur, júlí 09, 2003

Sumarbústaður !
Helgin var svolítið skrítin ! Pabbi var nebbl ekkert heima, hann var að klára doktorsritgerðina sína. Hann var alllllannn daginn og allllaaa nóttina að skrifa. OHHHH hann er svo duglegur........... En allavegana þá fórum við í Húsdýragarðinn á laugardaginn með L-ömmu Tótu. Það var ótrúlega gaman. Við fórum í lestina og skemmtum okkur BEST.
Sunnudagurinn var ekki alveg jafn spennandi.........en það var leiðinda veður þannig að við vorum bara mest inni að leika okkur. Kíktum aðeins til ömmu og afa en þau voru að koma úr útileigu og voru eitthvað þreytt þannig að við stoppuðum stutt.
Á mánudaginn skilaði Pabbi ritgerðinni sinni og Guðni var síðasta daginn sinn hjá Binnu dagmömmu. Við kvöddum hana með tárin í augunum. En Guðni er að byrja á Garðaborg þegar við komum heim frá Danmörku. Mamma og Einar fóru með strætó niður í bæ og löbbuðu og sáu Brúðubíllinn. Kristín Sif og Sara Líf komu líka....það var ótrúlega gaman. Þegar brúðubíllinn var búinn fórum við upp í sumarbústað með stelpunum og vorum þar í eina nótt. Það var ótrúlega gaman ! Skrifa um það seinna !

Engin ummæli: