mánudagur, febrúar 16, 2004

Bókasafnið
sem við fórum á áðan er algjör snilld. Fyrir það fyrsta gegnur strætó alveg upp að dyrum. Það er ókeypis, kortið kostar ekkert og allt er ókeypis. Það kostar ekkert að fara á netið eða leigja spólu. Ekki slæmt það, og svo er það mjög barnvænt. Það sem við amma tókum samt helst eftir var að maður skilar bókunum á færiband og maður skannar þær sjálfur inn þegar maður fær þær lánaðar. Skiljiði. En annars er það í fréttum að Gummi fór hjólandi í morgun og hann ætlar að koma við í hjólabúð og kaupa millistykki sem vantar á hjólið mitt svo að ég geti sett vagnin fína á það. Jey hvað ég er glöð með að það er verið að redda því. Gaman gaman.

Engin ummæli: