föstudagur, febrúar 06, 2004

Margar góðar fréttir
frá Århús núna. Einar Kári er komin með pláss á barnaheimili frá og með 1 apríl. Börnehaven er við hliðina á vöggustofunni hans Guðna þannig að þetta gæti ekki verið betra. Svo komu tilkynning í gær frá íslendingafélaginu um að það væru færesk hjón að selja ýsu. Frosin ýsa bein og roðlaus á 74 dkr/kg það er nú alveg ágætt. Eða hvað. Ég keypti allavegana 7kg. Nammi namm. Ég hlakka til að fá mér soðna ýsu með kartöflum og smjöri. Það er líka það eina -fyrir utan pulsur- sem strákarnir borða án þess að væla. Gaman gaman. En annars er komin föstudagur í okkur, Gummi kom snemma heim úr vinnunni og svona. Jey ! Góða helgi !

Engin ummæli: