Fínar fréttir
héðan frá Århús, við erum í góðu stuði.  Helgin var fín, Einar B og Heiðbrá komu í kaffi á laugardaginn og svo komu þau með mat á sunnudaginn.  Ansi ljúft.  Salka kom líka í heimsókn með Loga og það var mjög gaman að hitta þau mæðgin.  Mánudagurinn var hinsvegar svolítið erfiður fyrir okkur öll, það var einhver hundur í okkur.  En það lagaðist eftir að við fórum á leikvöll sem er niðri í bæ, ji hvað það var gaman. En í gær fóru svo Einar Kári og Amma með Einari B og Heiðbrá að skoða vísindasafn.  Það er nefnilega vetrarfrí hérna.  Alltaf frí í viku 7.  Nú er maður orðin eins og dani, telur allt í vikum -Not-.  En við erum almennt hress og kát, veðrið er fínt og við kunnum æ betur og betur við okkur.  Gaman að því.
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli