sunnudagur, febrúar 01, 2004

Kvefpest
hrjárir okkur öll núna. Leiðinda pest, það lekur svoleiðis horið úr okkur öllum að það er alveg merkilegt. En horinu fylgir slappleiki og leiðindi. Ég er allavegana með hausverk og ílla fyrir kölluð. Við ætluðum á opið hús hjá íslendingafélaginu en klikkuðum á því. Við vorum meira að segja búin að mæla okkur mót við íslenskt par -Maríu og Pálmar- sem við erum búin að kynnast. En þau komu hingað í kaffi í staðinn. Það voru nú fín skipti. En á eftir kemur Einar B og fjölskylda í mat. Það verður nú örugglega gaman. Gummi er búin að vera ægilega duglegur -eins og alltaf- að hengja upp ljós og svona. Þetta er allt að koma, en myndavélin finnst ekki. :-( Frekar fúlt það.

Engin ummæli: