sunnudagur, febrúar 15, 2004

Gleði gleði gleði
gleði líf mitt er því að myndavélin okkar er fundin ! Jey. Hún var í hanskahólfinu á bílnum okkar. Ótrúlegt hvað sumir hlutir eru ótrúlega vel faldir í Laaaaaaaaaaaangan tíma.
Helgin er búin að vera fín, við hjónin fórum í Bilka í gær sem er svona RISAstór búð. Við ætluðum að kaupa smátæki fyrir strákana og myndavél. En okkur leist ekki nógu vel á myndavélina sem var í Bilka, hún var reyndar á megatilboði en.......hey. Heppin við að hafa ekki keypt vélina, við erum mjög ánægð með títluna okkar. Hún er lítil en svínvirkar. Okkur var síðan boðið til Einars Baldvins í mat. Það var svona ægilega huggulegt.
Í dag keyrðum við síðan til Grenå, en það var nú hálf óspennandi bær. Enginn á ferli og ekkert opið. Við enduðum á að borða á MacDonalds.


Engin ummæli: