Vorið er komið og grundirnar gróa
hérna í Århús eru komin fyrstu merki um vorið, það eru litlir laukar sem stinga sér upp hér og þar. Það eru meira að segja nokkrir stubbar í garðinum okkar. En við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta kemur út hérna í garðinum okkar.
Helgin er búin að vera viðburðarrík og skemmtileg. Oddi kom frá Hamburg og það var rosalega gaman að hitta hann. En núna erum við búin að elda kveðjumáltíðina fyrir ömmu því að hún er á förum á morgun. -Því miður- En eins og danirnir segja þá munar mikið um að vera með "ung pige i huset" mín var nú reyndar komin af léttasta skeiði, en það er semsagt alveg jafn gott -jafnvel betra- að hafa "en gammel dame í huset" Hennar verður sárt saknað.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli