Vöggustofan hans Guðna
er rosalega flott, við fórum í dag í heimsókn. Hann verður á deild sem heitir papagojerne, eða á páfagaukadeildinni. Á deildinni hans eru 4 fötluð börn. Á öllum leikskólanum eru 5 tvítyngd börn -það eru 30 börn á öllum leikskólanum-. Leiksvæðið er mjög flott og mér líst mjög vel á þetta allt saman. Þau sem koma fyrir 7:45 fá morgunmat, svo er ávaxtahressing áður en þau fara út um 9:30 og svo er hádegismatur kl 11:30. Það er eingöngu lífrænt ræktað fæði. um 14 er svo kaffi, þá fá þau brauð með áleggi, en ekkert sætt, ekkert pålegg -súkkulaði álegg- á þessum leikskóla. Ég vildi bara að hann kæmist aðeins fyrr inn. Oh það væri svo frábært. En við ætlum að vera dugleg að koma í heimsókn og bara vera stutt í garðinum að leika. Annars fórum við í Vericenter sem er svona pínulítil kringla með nokkrum búðum og leiksvæði. Það tekur um 30 mín að ganga þangað. Það var ágætis afþreying og strákarnir skemmtu sér vel. Einar fékk meira að segja nýja kuldaskó. Hann kvartar alltaf svo um í fótunum. Nóg í bili. Bið að heilsa.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli