föstudagur, febrúar 13, 2004

Bíófréttir og bílmál
Jæja við erum búin að fá Opelinn aftur. Einar Kári var svo glaður að hann hljóp af stað þegar hann sá hann og kyssti hann. Ég er svo glaður, heyrist mikið núna. Hans gleði er þó ekki hálf á við gleði okkar hinna. Þetta var orðið ansi þreytt að vera bíllaus. Við erum svooooooooo miklar lúxusplöntur. En við amma fengum "barnafrí" og fórum í nýju Kringluna hérna Bruuns. Þetta er risastórt og það eru æðislegar búðir og tilboð út um allt. Ekki leiðinlegt það, en þrátt fyrir góðan ásetning var engu eytt og ekkert keypt. Við fórum líka í bíó, sáum Calender girls við hlóum svo mikið að tárinn trilluðu niður. Oh þetta var einmitt það sem við þurftum, hlægja svolítið mikið. En núna er rosalegt prógramm. Sorpa, Ikea og svo stóri leikvöllurinn eftir hádegi. Á morgun ætlum við svo að kaupa okkur nýja myndavél. Ég lofa að vera dugleg að dúndra inn myndum. Jey jey.

Engin ummæli: