Vikan hefur verið annasöm
og við finnum mikið fyrir því að amma er farinn, en svona er þetta. Århús stelpuvinkonur mínar komu í lunch á þriðjudaginn og það var æðislega gaman. Mikið spjallað og hlegið. Þegar skvísurnar voru farnar fórum við strákarnir á róló niðri í bæ. Ótrúlega gaman. Miðvikudagurinn fór í eitthvað snatt, fórum niður á tjörn að gefa öndunum brauð og það var frábært, þær voru svo gráðugar. En Guðni var eitthvað pirraður allann daginn og um kvöldið var hann kominn með háan hita. Elsku karlinn, allur fimmtudagurinn fór svo í að hjúkra sjúklingnum sem var með hátt í 40 stiga hita. Ekki gaman að því. Gummi kom reyndar og leysti mig af um 1 leytið og þá fórum við Einar Kári að hitta Maríu og Emiliu á stórum markaði sem hjálpræðisherinn er með. Ég fann rosalega flottan skenk á 400 dkr til að hafa upp í stofu en María keypti sér hægindastól á 200 dkr. Við vorum ekkert svekktar með þessi innkaup. Við fórum svo heim til þeirra mæðgna og krakkarnir léku sér þar til kl 6. Þau skemmtu sér SVO vel. Elsku karlinn hann Einar, frábært að vera komin með vinkonu fyrir hann. Hann varð nebbl frekar spældur á þriðjudaginn þegar vinkonur mínar komu, hann tilkynnti mér hátíðlega að í næstu viku ætluðu vinkonur hans þær Júlía Kristín, Jónína og Ninja að koma í heimsókn og þá þarft þú að vera stillt mamma og horfa á sjónvarpið. Ég hlýði því þegar þar að kemur.
En annars er Guðni orðinn hress, bara allt í einu kl 3 í nótt þá hætti hann að vola, og núna er hann hitalaus, en kannski ekkert hress beint. En alltí áttina.
Þeir eru að bjóða farmiða á krónu og í morgun voru margir miðar lausir. Þannig að drífð ykkur og pantið miða. Kíkið í heimsókn. Allir velkomnir.
Bless í bili og góða helgi.
föstudagur, febrúar 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli