laugardagur, febrúar 21, 2004

Matarsmekkur
þeirra bræðra er ólíkur. Guðni er svona maður gæðanna, hann vill gjarnan góða osta, kæfu og rauðvín. Einar er hinsvegar einfaldar -en um leið erfiðari- því að hann vill helst bara borða franskar, pulsur og annað góðgæti. En allur hans matur verður hins vegar að vera með tómatsósu. Afskaplega huggulegt og girnilegt, jummí. Eða þannig. Soðin ýsa og kartöflur er þó alltaf sígildur réttur hér á borðum og þá borða þeir bræður eins og þeir hafi aldrei fengið að borða áður.
En annars er það að frétta að veðrið er að verða ljúft og fínt hérna, sól og blíða. Amma og ég fórum niður í bæ, ég græddi buxur og tvennar skyrtur í H&M. Ekki amalegt það. Annars er það helst á döfunni að Odd Martin vinur okkar frá Þýskalandi er að koma í heimsókn og ætlar að gista eina nótt. Einar B og co eru að koma í mat þannig að það verður heljarinnar stuð.

Strákarnir fóru áðan á Festelavn úti í Superbest sem er hverfisbúðin okkar. Ég var að setja inn myndir sem Gummi tók þar.

Góða helgi.

Engin ummæli: