Það er alveg ljóst
að við eigum eftir að sakna ömmu mikið. Úff ég held bara svei mér þá að hún hafi bjargað gleði okkar allra. En við fylgdum henni út á lestarstöð þar sem hún tók lestina til Kastrup. Við bættum okkur upp bröttför hennar með því að kaupa okkur moggann og fara í bíó að sjá Björne brödrene. Það var ægilega gaman, tár og allt.
Ég er búin að finna mér fína búð hérna í hverfinu, húsgagnabúð m.m við fórum um daginn og keyptum okkur kommoðu í herbergi piltanna og hún kostaði litlar 200 dkr. Þetta er verslun til styrktar hjálpræðishernum og það er margt fyrir augað þar inni. Ég er allavegna mjög glöð. Ég keypti líka skeiðar, en þær hverfa hérna á heimilinnu á mjög dularfullan hátt ! Ef einhver er með lausnina á hvarfi skeiðanna þá má hann hafa samband og skrifa í gestabókina okkar á barnalandi Bless í bili.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli