miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ekkert að frétta
héðan af Flintebakken. Allt gengur sinn vanagang, amma og ég reynum að skemmta strákunum með því að fara með þá út á róló og niður í bæ. Spennandi það. En við fengum pakka frá íslandi, Kata sendi okkur flísdress á strákana, þau koma sér vel á róló. Takk fyrir okkur. Frábær dress. Bíllinn er kominn í viðgerð og við fáum hann á föstudaginn eftir viku. Það verður fínt. María kom í kaffi í dag, það var mjög hressandi að fá hana í heimsókn. Við Guðni fórum síðan að skoða vöggustofuna sem hann fer á, ég er 15 mín að ganga þangað. Það er nú ekki mikið. Amma og Einar fóru á meðan niður í bæ að fá sér pulsu -held ég- Vonandi skemmta þau sér vel.

Engin ummæli: