fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gamlárskvöld
leið og það var fínt. Við borðuðum vondan mat en það kom nú ekki að sök. Svo kíktum við aðeins í heimsókn en ég og Einar fórum til Soffu frænku þar sem allir voru saman komnir. Það var ótrúlega gaman 4 ættliðir að djamma saman. En við fórum nú samt heim fyrir miðnætti því að Gummi og Guðni vorum hérna heima og við vildum auðvitað skála við þá. Sem við og gerðum þar til Einar sofnaði í sofanum og stuttu seinna datt ég út. Gummi kíkti til Sigga bróður síns og var þar eitthvað frameftir. Þetta voru svolítið skrítin áramót, það er svo margt framundan að það er hálfóhuggulegt. Næstu áramót verða örugglega enn furðulegri. Við eigum eftir að sakna fjölskyldunar minnar, eða sko boðanna sem eru alltaf. Það er svo gaman þegar fólk er duglegt að hittast, ég á eftir að sakna þess. Fjölskyldan mín er þannig að það er alltaf fundið minnsta tækifæri til að hittast, allir koma með eitthvað og svo er partý. Ekki slæmt það. Enda er Einar alveg með það á hreinu hvar gaman er að djamma. Svona er lífið.
En gleðilegt ár allir saman til sjávar og sveita. Takk fyrir gömlu árin.

Engin ummæli: