laugardagur, janúar 03, 2004

Allt í kassa
það er skrítið að horfa á eftir öllum veraldlegum eigum manns fara ofan í kassa. Ótrúlegt samt hvað maður safnar af dóti. En við erum nú samt búin að henda slatta. Annars var Einar í pössun í nótt og Guðni er hérna heima að hjálpa okkur. Ótrúlega duglegur. Við erum komin með gáminn á lóðina og við þurfum að skila honum af okkur á miðvikudaginn kl 4. Þá flytjum við til Hafdísar og Gumma í Eskihlíðina. Þar verðum við þar til á mánudagsmorgunin. Við erum þeim ótrúlega þakklát fyrir að hýsa okkur, það verður nú heldur ekkert leiðinlegt hjá okkur. Það verða alveg sagðir nokkrir brandarar og eldaður góður matur ef ég þekki þau skötuhjúin rétt.
En annars vanntar okkur hjálp við að þrífa þannig að allir sem vettling geta valdið komið, hringið verið glöð. Það er nebbl svo gaman að hjálpa. Og hver veit nema þið fáið gistingu í Árhús í staðinn, hver veit !

Engin ummæli: