þriðjudagur, janúar 27, 2004

Amma kom í gær
Eins og algjör himnasending. Það var reyndar svolítið fyndið að bróðir hennar mömmu fór að taka á móti henni og hann "týndi" henni. Eða sko hann áttaði sig ekki á að vélin frá express kemur á undan flugleiðavélinni. -sem var þar að auki of sein- Jæja þannig að hann sér alla Íslendingana koma út, en aldrei kemur amma. Honum líst ekkert á blikuna hringir í mig og ji, ég hélt að hún væri týnd. Við tóku fullt af símtölum og alles. En svo kom nú í ljós að flugleiðavélin var bara of sein og hún skilaði sér gamla konan. Einar B og hún tóku svo lestina hingað þar sem ég tók síðan á móti þeim. Svo drukku allir kvöldkaffi og skemmtu sér.
Í morgun fór svo amma út að labba með Guðna á meðan ég var að læra. Einar er hálf lasinn þannig að hann var inni í dag.
Og annað, myndavélin okkar er týnd, ég hef ekki hugmynd um hvar hún er, en þangað til þá eru engar myndir á netinu af húsinu okkar. Mar bara búin að fá símtöl að heiman til að rukka mann um myndir, og það fleirri en eitt og fleirri en 2. En ég lofa því um leið og myndavélin finnst........... fullt af myndum.

Engin ummæli: