mánudagur, janúar 05, 2004

Einar Kári
er mjög cool á þessum flutningum, hann vill samt endilega drífa draslið út í gám. Hann kom heim úr leikskólanum í dag og skildi ekkert í leti foreldranna. Hva ! er ekki meira komið út í bláa bíl. Hann kallar gáminn sko bláa bílinn ! Sem er auðvitað mjög sniðugt af honum. *dæs* Flugmiðarnir eru komnir í hús, þeir voru nebbl komnir leeeeeengst inn í gám, þar sem ég sagði að þeir væru í skúffunni á kommoðunni. En Gummi hringdi í skítleiði í morgun og þeir ætluðu að rukka okkur um 4000 kr per miða ! Einmitt ! 16 þús. Djöfulsins pakk, ég flýg aldrei með þessu pakki aftur *arg* Annars er ég að reyna að finna ódýra miða til Dk með Icelandexpress. Gangi mér vel. *grín*

Engin ummæli: