sunnudagur, janúar 25, 2004

Allt á kafi í snjó!
hérna núna. Úff ég veit ekki alveg hvað danir gera þá. Þeir kunna nebbl ekki að keyra í snjó. En ammælið í gær var MEIRiháttar. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og svona. Var síðan að meila á stelpu sem var með mér í MH ég hlakka til að hitta hana. En bestu fréttirnar eru auðvitað að Gummi byggir er búinn að leggja parketið og setja listana. Þannig að það var verið að setja bækurnar í hillur og svona. Ji hann Gummi er svo klár, leggur parket og allt. Oh ég er svo ánægð með hann. Einar Baldvin er nú auðvitað líka búin að vera mikil hjálp. En núna er ég að fara út með strákana svo að Gummi fái smá stund til þess að klára. Jey hvað ég er glöð með þetta allt saman.

Engin ummæli: