Að tapa gleðinni
er ekki gaman. Ég var þar smá stund í gær. En ég jafnaði mig þó. Mér líður mun betur í dag. Það er bara stundum svolítið yfirþyrmandi að búa í drasli og skít og geta ekkert gert í því. En þetta er allt að koma. Opelinn kom í gær, þannig að nú get ég fyllt hann af drasli sem ég keyri síðan á haugana. Danskan er alveg að koma flugandi inn í hausinn á mér og ég byrja oft að tala ensku en enda svo á því að það er allt orðið á dönsku. Ég er mjög ánægð hvað það gengur vel. Strákarnir eru líka minna pirraðir. En við erum að fara í barnaafmæli á morgun. Ég er svo spennt að ég er að spá í það í hverju ég á að fara. Einmitt ! Smá klikk á þessum bænum. Eeeeeeeeeeeen annars er bara gleði gleði. Gummi vaknar yfirleitt um 6 leytið og er mættur í vinnuna um 7 til þess að getað komið heim sem fyrst. Ég er mjög glöð með það.
föstudagur, janúar 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli