fimmtudagur, janúar 22, 2004

Heimavinnandi húsmóðir
er starfsheiti mitt þessa dagana og ég er alveg sveitt. Ótrúlegt en satt. En við erum búin að koma okkur sæmilega fyrir. Gummi er reyndar í þessum skrifuðu orðum að kaupa hillur í Íkea -þeirri snilldarverslun- svo að við getum komið glösunum og stellinu fyrir. Annars erum við búin að leggja parket, mála, hengja upp hillur og statíf. Við erum búin að vera góðir kúnnar hjá Íkea sem er reyndar alveg í næsta nágrenni við okkur. Heppilegt það ! Internet tenginguna vorum við að fá áðan og síminn er tengdur 87 39 00 60 þannig að núna er ykkur ekkert að vanbúnaði langi ykkur til að heyra í okkur hljóðið og taka púlsinn á stöðunni. Múhaha. En það er skít kalt hérna og við strákarnir erum hérna saman á daginn, við erum reyndar heppinn með að það er stutt á róló og við rölltum svona 2-3 á dag að viðra okkur. Aupairinn okkar hún amma Tóta kemur svo á mánudaginn og þá verður sko stuð.
Gummi er mjög ánægður í vinnunni, hann fór til köben í gær að hitta alla þar og honum leist bara mjög vel á aðstæður. Jæja verð víst að fara að sinna börnunum þeir hátta sig víst seinnt sjálfir. Þó að duglegri séu !

p.s Það er öfga mikið púl að vera heimavinnandi, ekki matar eða kaffitímar. Enginn friður, ekki einu sinni þegar maður fer á klósettið. Ég hef nú verið í ýmisskonar púl vinnu en hvergi er legið á hurðinni þegar maður er að pissa. Ég meina það ! Og ég er ekki einu sinni í verkalýðsfélagi, þannig að ég get lítið kvartað. Verð að láta nægja að nölla á blogginu.

Engin ummæli: