Frídagar í miðri viku !
Eru frábærir, það ætti helst að vera 1 á viku. Þetta eru skemmtilegustu dagarnir. Í gær fórum við á "ströndina" í nauthólsvík strax um morgunin kl 9:30. Það var æðislegt. Enginn kominn og frábært veður, sól og hiti. Guðna fannst nú reyndar svo gaman að hann hennti sér í sjóinn. Það var nú samt frekar fyndið, þeim bræðrum fannst svo æðislegt! Umm erum farin að hlakka til að fara til Danmerkur í sumar. Það verður gaman.
Svo fórum við í kaffi til ömmu og afa í Barmahlíðinni þar sem við fengum ís. Frænkur okkar þær Júlía Kristín og Ninja voru þar og við skemmtum okkur konunglega í garðinum hjá þeim í stekjandi hita.
Mamma og Einar fóru síðan í búðina að kaupa grillkjöt og Pabbi grillaði og chillaði.
Bræðurnir fóru síðan í bað og snemma að sofa, sem bitnaði síðan á foreldrunum þar sem þeir vöknuðu kl 6. Það var ekki alveg jafn gaman. Hehe
föstudagur, maí 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli