sunnudagur, júní 01, 2003

Partýgrís.
Það er ekki gaman þegar það rignir svona mikið. Það var einum of mikið í dag ! Mamma Einar fóru í morgun SNEMMA út til að kaupa útskriftargjöf handa Þór sem er frændi Pabba. Þau fóru í Intersport og það var sko algjört sport. Hehe. Keyptu gólfkúlur handa honum. Gaman að því. Svo fórum við aðeins í heimsókn til ömmulang en þegar við komum heim var Guðni komin með hita. :-( ojojoj. Það var búið að bjóða fjölskyldunni í 2 partý og nú voru góð ráð dýr. Amma Hildur og Afi Einar voru í Hvalfirði og Júlía frænka í partýi, þannig að það var komið að tómum kofanum þar. Amma Kata og Afi Reynald hlupu í skarðið og voru hjá Guðna í nótt á meðan Mamma Pabbi og Einar fóru í partýin. Einar skemmti sér konunglega og hljóp út um allt og var eins og brjálaðingur. En þetta reddaðist nú allt saman og þegar við komum heim í bílnum þá sagði hann " ég vil ekki fara heim ég vil fara aleinn í partý" frekar slappt af foreldrunum að gefa ekki eftir og leita af partýi fyrir hann.
Humm

Engin ummæli: