mánudagur, maí 26, 2003

Helgin
Á laugardaginn fórum við í húsdýragarðinn í boði Heklu það var ekkert smá grand. Pulsur, gos og ís á allt liðið. Ótrúlega flott.Við vorum ánægð með það. Svo komum við heim og höfðum það huggulegt. Horfðum á Júrovísion og svona. Gaman að því.
Sunnudagurinn var rólegur, Pabbi fór með strákana í heimsókn til afa Reynalds og Kötu á meðan Mamma lagði sig. Við kíktum síðan öll í kaffi til Jónínu frænku. Annars líður þetta bara allt ofurhratt. Við förum út til danmerkur 14 Júlí og það verður örugglega ótrúlega gaman. En það þarf að redda passa fyrir Guðna þó að hann sé pínulítill, tíhí.

Engin ummæli: