mánudagur, maí 12, 2003

Kostingar og ammæli.
Helgin var FRÁBÆR !
Á laugardaginn fórum við á opið hús á Garðaborginni hans Einars og það var mega gaman, Einar var nú samt ekki alveg á því að sýna okkur hvað hann er búin að vera að gera í vetur, en við vorum aðallega að spjalla og sýna Guðna pleisið. Mjög skemmtilegt. Svo fórum við út í Breiðagerðisskóla að kjósa, þar að segja við foreldrarnir kusum en strákarnir voru nú aðallega að skemmta sér. Eftir það var röllt yfir á Austurborgina hennar Mömmu og það var mjög gaman. Það var æðilegt sumar sól og vöflusala. Eftir mikið gaman og grín, héldum við heim en þá var Guðni orðin e-ð lasaralegur og hann byrjaði að æla og spúa. Ekki gaman ! Mamma og Einar fóru svo í kostingapartý til Soffu ömmusystur og þar voru allir kátir og glaðir. Gaman gaman, Einsi fór ekki að sofa fyrr en um 12 leytið !!!!!!!
Ammælisdagurinn.
Fyrstu gestirnir komu kl 11, fjölskyldan hans pabba kom þá í hádegismat. Ammælisbarnið fékk fullt af fínum ammælisgjöfum. aðallega þó föt. Guðni var ekki eins ánægður með partýið og hann ældi á stofugólfið !!!!!! ekki alveg nógu lekkert.
Um 3 leytið komu Jónína, Júlía Kristín og Ninja. Mæður þeirra fylgdu nú reyndar líka með!!!!! hehe. Afi og amma lang komu líka með sand og útidót, gaman gaman, og krakkarnir voru allann tímann úti að leika í sólinni, nema auðvitað Guðni sem lá lasinn inni. Amma, afi og Júlía frænka komu síðan og þá varð nú líðið ammælisbarn kátur, þau komu með Líló og Stich það varð algjör sæla.
Um kvöldið komu svo barnlausu vinir mömmu og pabba með Pétur pan og borðuðu alla afgangana.
Núna er Einar í leikskólanum þar sem hann er stjarna dagsins.

Engin ummæli: