mánudagur, maí 26, 2003

Fyndnar setningar !
Einar er komin á þann aldur að hann er farinn að segja ýmislegt skondið. Hann segir iðulega ; Hlustaðu á mig þegar ég tala " ef við foreldrarnir erum ekki alveg nógu fljót að svara honum. Frekar fyndið. Og svo sagði hann um daginn þegar Mamma var eitthvað að reka á eftir honum um morgunin þegar hann var á leiðinni í leikskólann. " ég er fúll út í mömmu " hehe.
Og svo var náttl það merkilegasta, Einar fór í húsdýragarðinn með Garðaborginni og datt ofan sápukúlufatið í vísindatjaldinu. Hann varð rennandi blautur og það þurfti að klæða hann úr öllu. En honum varð ekki meint af, skellihló þegar hann sagði foreldrunum frá þessu.
Svo er Einar mjög upptekinn af byssum ( eins og mamma hans er hrifin af því ) en hann notar þær til þess að skjóta ljóta fólkið í teiknimyndunum. Situr einn og það heyrist biss biss þegar hann skýtur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, sannsynligvis sa det er