kl 6:15......ekki nógu sniðugt !
Guðni vaknar oft á ókristinlegum tíma 6:15 í morgun. Mamma sefur alltaf eins og steinn allar nætur þannig að Pabbi pikkaði í hana í morgun og rak hana fram úr. Einar hafði komið upp í hjónarúm um 5 leytið, þannig að hann svaf köllin hans Guðna af sér. Þeir eru svo mikilir púkar, Guðni var svo úthvíldur í morgun að það hálfa hefði verið nóg. Hann vill bara komast úr rúminu sínu og fara að leika. Hann er svo góður að leika sér einn, hann er bara að dunda sér við að skoða dót heillengi. En allavegana þá eru allir vaknaðir núna og morguntraffíkin að komast í gang ! Svo er það heimsókn til Háls nef og eyrnalæknisins á eftir kl 5.
miðvikudagur, maí 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli