Soðinn fiskur og kartöflur.
Það eina sem drengirnir fást til þess að borða er soðin ýsa og kartöflur stappað saman með tómatsósu. Mjög girnilegt ! Á meðan við foreldrarnir gæddum okkur á mjög girnilegum mexicoskum mat, ensiladas, svona til þess að vera nákvæm ! hehe. Þá sátu þeir með fiskinn sinn stappaðann mjög ánægðir með sig. Ótrúlegt. En Guðni er ekkert sérlega duglegur að borða hann er svo slappur, hann fór samt til Binnu í dag en en vill lítið borða. Hann er reyndar að fara til læknis á miðvikudaginn og þá ætlar Mamma að "pannta" rör og hálskirtlatöku. Sjáum til hvernig það gengur, segi ykkur frá því seinna.
Bless kex.
mánudagur, maí 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli