sunnudagur, maí 04, 2003

Lítið um að vera og þó..........
Helgin er búin að vera róleg, en það er nú líka bara fínt. Guðni og Mamma voru heima á föstudaginn afþví að Guðni er búinn að vera svo vansæll og lasinn. Mamma og hann fóru fyrst með bílinn á dekkjaverkstæði og létu setja sumardekk undir bílinn og svo brunuðu þau til læknis sem sagði; "ekki spurning þetta barn þarf að fá rör í eyrun" Mamma varð ægilega glöð og þau fóru, sóttu Einar, Pabba og pizzu. Ægilega gaman og mikið stuð. Mamma og Pabbi eru alveg dottin í 24 þanni að þau sátu límd allt kvöldið og horfðu á, en okkur var nú alveg sama við vorum nebbl sofnaðir.
Á laugardaginn fóru Pabbi og Einar í sund en Mamma og Guðni fóru í smáralindina. Þvílík mistök og klúður, Kringlur eru verkfæri dauðans og ekki við hæfi stressaðra mæðra og ungra drengja. En það var nú samt pínu gaman af því að við sáum pabba hennar Gabríelu spila á gítar. Guðna fannst það SNILD og hann dansaði og dillaði sér í takti við rokkið. Gaman að því. Kvöldið rólegt, foreldrarnir bara í videogírnum! hehe.
Á sunnudaginn vorum við í róleg heitunum. Einar og Pabbi fóru reyndar upp í Háskóla að nördast, en Mamma og Guðni voru heima. Svo fórum að eins í heimsókn í Lækjarásinn, Einsi fékk ammælisgjöf og svona ægilega fínt. Við vorum nú aðallega úti í garði að leika. En löng og ströng vika framundan þannig að það er eins gott að spýta í lofana og vona það besta.


Engin ummæli: