föstudagur, maí 09, 2003

Háls nef og eyrnalæknir.
Mamma og Guðni fóru til læknisins. Við fórum til læknis sem við höfum aldrei farið til áður og það var fínt. Hann var voða fínn og skoðaði peyjann vel og vandlega. Guðni var nú ekki hress með þessa meðferð, en þetta tókst allt á endanum. Hann sagði að þar sem þetta liti allt frekar ílla út, það er svo mikill vökvi í eyrunum á honum þá ætlar hann að gera aðgerð á honum. Aðgerðin verður þannig að það verður skorið í hljóðhimnunar og tekið sýni til ræktunar. Þetta er gert til þess að vökvin úr eyrunum nái að leka jafn óðum og hann kemur. Svo grær hljóðhimnan með tímanum og vonandi verður hann þá vaxinn upp úr þessu eyrnaveseni. humm humm. Og vonandi verður sýnið í lagi, því að annars þurfum við að liggja lengi lengi á spítalanum og fá sýklalyf í æð. ojojoj.

En afmælisundibúiningurinn er í hámarki og það verður STUÐ hérna á sunnudaginn. Jey jey!


Engin ummæli: