1 mai hátíðahöld.
Það var gaman og mikil til hlökkun á heimilinu að halda hátíðlega upp á dag verkalýðsins. En það var ótrúlega kalt. Úff. En Mamma og Einar létu sig hafa það og fóru niður í bæ og löbbuðu með feministum Mamma fékk sér bleikan bol og svo löbbuðum við með öllu hinu fólkinu í bleika skottinu. Það var mikil stemmning og mikið gaman. En það var allt of kalt, þannig að þegar við komum niður á Ingólfstorg þá kom Pabbi og sótti okkur og við fórum til langömmu og afa í kópavoginum. Þar voru allir og það var mikið stuð. Það var mikið hlegið og þrasað um pólitík, farið í fótbolta og borðað mikið af kökum. Það finnst okkur litlu peyjunum rosalega gaman. Jónína frænka kom svo með okkur heim og það var frábært. En það er að koma helgi og vonandi verður veðrið betra !
föstudagur, maí 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli