mánudagur, maí 19, 2003

Sunnudagur til sælu.
Sunnudagar eru fínir dagar, þessi var pínu skrýtinn. Guðni er orðinn nokk hress en var samt inni í dag með Pabba að hvíla sig. Sko Guðni þurfi að hvíla sig, þó að Pabbi hafi tekið þetta einum of hátíðlega. Þeir sváfu í næstum allann dag. Humm.
Einar og Mamma fóru hins vegar í ævintýraleiðangur með strætó niður bæ. Gaman að því. Hittu Jónínu frænku og mömmu hennar á kaffihúsi. Svo var röllt niður Laugaveginn. Þegar við komum niður á Lækjatorg ákváðum við að kíkja til ömmu-l í kópó. Alltaf gaman þar!
Þegar Mamma og Einar komu heim voru feðgarnir NÝ vaknaðir. Ekki alveg nógu sniðugt. En þannig var það og núna rétt í þessum skrifuðu orðum er Guðni að sofna. Það verður ekki gaman fyrir hann að vakna á morgun. Æi æi.

Engin ummæli: