þriðjudagur, apríl 29, 2003

Hundar og Kettir........... eða aðallega glens og grín.
Á Laugardaginn fórum við famelían í sund, alla leið út í Hafnarfjörð. Suðurbæjarlauginn rokkar feitt hjá okkur. Það var ógeðslega gaman. Svo komum við heim og vorum bara í chilli og rólegheitum, búin að fara út í bakarí og svona. Einar fór reyndar aðeins út í garð, hann segir alltaf "ég þarf að fara að labba á grasi" mjög fyndið að heyra svo lítinn krakka segja svona lagað. En allavegana þá er hundur í endaraðhúsinu og Einar er búin að vera að nálgast hann svona smá saman. Það er alveg drepfyndið, hundurinn er bastarður og algjör leiðindi. En allavegana endaði þessi útivera á því að hundurinn beit Einsa í puttann. Hann var miður sín, grét og grét. Fékk að fara inn að horfa á videó upp í hjónaherbergi. Það var auðsótt mál þar sem hann átti svo ofsalega bágt. Reglurnar, sem eru frekar fáar og einfaldar, voru ítrekaðar "það er bannað að pissa á gólfið". Svo kom mamma upp um 7:30 og var að kíkja á aðstæður, sá poll á gólfinu og viti menn peyinn hafði pissað!!!! Mamma varð frekar reið og sagði Einar Kári varstu að pissa á gólfið ? Hann svaraði þá "nei ég var ekki að pissa á gólfið, ég var bara að pissa í töskuna hennar mömmu" !!!!!! Sem var alveg rétt því að taskan lá á gólfinu eftir sundið. Foreldrarnir máttu nú alveg passa sig að pissa ekki sjálf á gólfið af áreynslu við að halda hlátrinum í sér. Haha.
Sunnudagurinn var annasamur að venju, Einar og Mamma fóru út að hjóla á meðan Pabbi og Guðni lögðu sig. Svo komu Kristján og Hrund með stelpurnar sínar í "brunch" og það vel amerískan með beikoni, eggjum og pönnukökum. Umm gott. Kl 5 fórum við í mat til ömmu og afa, en þau voru einmitt að koma frá Madríd þar sem þau voru hjá Diddi frænku Þau keyptu rosalega flottan búning handa Einari, svona alvöru fótboltabúning Real Madrid nr 3. Afi fékk sér alveg eins og þeir voru mjög flottir. Júlía Kristín og Ninja voru líka í mat og við krakkarnir skemmtum okkur MJÖG vel að venju !!!
Mándagur í dag en vikan verður samt skrítin. Meira af því seinna !

Engin ummæli: