miðvikudagur, mars 12, 2003

Jæja nú er sko laaaaaaangt síðan síðast. Það mætti halda að gamla settið væri eitthvað slappt
En á föstudaginn var sko stuð, Binna dagmamma var í fríi eftir hádegi á föstudaginn og mamma og Guðni fóru í Smáralindina að kaupa skó handa Guðna. Þetta gengur ekki að hlaupa út um allt og eiga enga sko.....nei það er sko ekki nógu gott. Guðni var svo ægilega ánægður að hann hljóp um alla Smáralindina skríkjandi af gleði. Mamma var ekki alveg jafn glöð .. humm. Svo sóttu þau Pabba skutluðu honum suður í Háskóla, sóttu Einar og fóru til (Lang) ömmu Tótu. Þar fengum við köku og fínerí. Þegar við komum heim um kvöldið höfðum við kósí kvöld og hugguleg heit.
Á laugardeginum fór Mamma með Einar i íþróttaskólann, hann var rosalega duglegur og gerði Allt sem þjálfarinn sagði honum að gera. Hann er líka ótrúlega hugrakkur og var flottur þegar hann klifraði út um allt. Það var svo ofsalega fínt veður að Mamma og Pabbi náðu í tvíburakerruna úr kjallaranum, þurrkuðu af henni rykið og brunuðu af stað út í kringlu í þessari bongó bliðu. Þar keyptum við innfluttningsgjöf handa Fúsa Birnu og Kára. Úpps! nebbl vorum næstum því búin að gleyma að þau eru ný flutt. Um kvöldið kom þýsk stelpa, eðlisfræðingu, í mat til okkar. Það var ægilega gaman.
Á sunnudaginn fór Mamma á matreiðslunámskeið að læra að búa til bauna og grænmetisrétti. Ægilega sniðugt, en við karlarnir fórum upp í IngvarHelgason til Hemma að kíkja á bíla þá aðallega Jeppa. En svo fórum við heim og höfðum við kósí svona karlakósí. Sóttum Mömmu og fórum í mat til Fúsa Birnu og Kára. Það var ægilega gaman, hann Kári er algjört krútt. Hann ætlar að eignast systkini í september, ekkert smá heppinn ;-) Þegar við komum heim um kvöldið var Mamma orðin hundlasinn og gubbaði bara og gubbaði. En hún er nú öll að skríða saman.
Spæjó

Engin ummæli: