miðvikudagur, mars 19, 2003
Hallú! Við bræðurnir erum algjör krútt, en við erum líka rosalega duglegir og góðir. Þrátt fyrir að gamla settið sé stundum svolítið þreytt. En við erum nú samt orðnir svo góðir í að sofna og sofa sjálfir. Mamma og Pabbi fara upp með okkur um 19:30 og þá er háttað, pissað, burstað tennur og upp í rúm. Guðni fær pelann sinn, en það eru lesnar 2 bækur fyrir Einar. Uppáhaldið núna er Einar Áskell og modvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Mjög áhugavert!!! Svo bara sofum við prinsarnir alla nóttina alveg einir í rúmunum okkar. Þvílík sæla fyrir foreldrana! Jæja nóg í bili. Við erum einmitt að............ loka augunum ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli