þriðjudagur, mars 25, 2003
Humm, jæja núna erum við báðir veikir. Þetta er nú meira ástandið á heimilinu. en pabbi var heima í dag, því að mamma þurfti að fara upp í skóla að gera ritgerð. Þetta var smá basl að hafa svona 2 veika stráka heima, en það hafðist. Amma og afi voru ótrúlega góð og komu með fullt af dót og margar videóspólur handa okkur. Amma okkar vinnur nebbl á bókasafni og hún getur tekið fullt af videospólum ókeypis!!!!!!!! Ótrúlega heppilegt.!! Þau komu líka með frostpinna, ummm við vorum sko ánægðir með það. En núna erum við sofnaðir, og þá er bara að vona það besta, vonandi hressumst við fljótt!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli