mánudagur, mars 17, 2003

Helgin var fín, svo ekki sé meira sagt. 'A föstudagskvöldið fórum við í matarboð, svona fullorðins. Það var ótrúlega gaman og við vorum mjög stilltir og góðir.
Á laugardaginn fór Einar með Pabba í íþróttaskólann, Einar var rosalega duglegur og góður allan tímann, enda fékk hann vellaun þegar hann kom heim. Svo fórum við út í bíl og keyrðum þangað til að við strákarnir sofnuðum, Mamma og Pabbi fóru svo í 'Ikea, það var ótrúlega gaman. Mikið af dóti maður ! Svo fórum við í kaffi til ömmu og afa. Júlía Kristín og Ninja voru þar og við skemmtum okkur heil mikið saman.
'A sunnudaginn vorum við í leti, þá kom Dóra ömmusystir og Sigtryggur maðurinn hennar í heimsókn með strákana hennar Kristbjargar þá Fjölni og Halldór. Það var mjög gaman, við höfum nebbl aldrei hitt þá. Svo fórum við í 'Arbæjarlaugina í sund, við erum mikilir sundkappar og förum eins oft og við getum. Sérstaklega gaman að fara þegar það er gott veður og við ekki með mikið hor. En eftir það fórum við í 50 ára afmæli til Helga sem er maðurinn hennar Soffu sem er systir hennar ömmu. Þar voru fullt af krökkum og mikið stuð. Jónína frænka okkar kom með okkur heim. Gaman gaman. !!

Engin ummæli: