þriðjudagur, mars 04, 2003

Halló allir !
Mamma og Pabbi fóru í morgun í foreldraviðtal eldsemma í morgun, það voru nú ekki allir neitt dúndur hressir að þurfa að drífa sig út svona snemma. En svona er þetta nú bara allt saman. Það var allavegana þotið út. Berglind talaði lengi lengi um Einar, hann er voðalega duglegur. Fylgir sínum aldurshóp í þroska að öllu leyti, gott hjá honum ;-) en ........... svo kom það auvitað. Hann er nebbl ekki alltaf svona duglegur, hann er nebbl ekki alltaf svo duglegur að hlýða !!! Og það kemur niður á samskipum hans við hin börnin :-( Ekki gott. Hann er í miklu agaprógrammi hérna heima líka, hann er nebbl ekki duglegur að borða og hlýða. En þetta er nú kannski líka samt svolítið einkennandi fyrir þennan keisara aldur, svolitlir egóistar þessir krakkar, svona sjálfstæðisaldur 2-3 ára. En það er nú víst eins gott að vanda sig vel, og gera góða hluti. Mamma og Pabbi eru nú samt ekkert stressuð yfir þessu, þetta gengur yfir.
Guðni byrjar svo á Garðaborginn í byrjun ágúst, góðar fréttir. Best að fara bara á einn stað, og svo er þetta mikið ódýrara en dagmammann. Þó Binna sé mjög fín og góð.
Núna erum við uppi að leika saman, góðir saman. Við erum nebbl alveg bestir þegar við tökum okkur til, þó að það heyrist mikið í okkur. En í kvöld ætlum við að fara snemma að sofa. Góða nótt !!

Engin ummæli: